28.02.1931
Neðri deild: 12. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 739 í C-deild Alþingistíðinda. (1491)

54. mál, ábúðarlög

Hákon Kristófersson:

Hv. flm. sagði, að það væri ekki rétt gert að koma með andmæli gegn þessu frv. án þess að láta fylgja þeim andmælum till. til umbóta á frv. Út af þessu vil ég leyfa mér að minna hv. flm. á það, að á næstsíðasta þingi urðu miklar umr. um þetta frv., og komu þá fram ýmislegar bendingar til þess, sem betur mátti fara. í fyrra var frv. aldrei afgr. af landbn., og gafst því ekki tækifæri þá til að bera fram brtt. við það.

Mér skildist svo á ræðu hv. flm., að ég hefði átt að halda því fram, að þetta frv. hefði ekkert nýtt að geyma. Þetta er misskilningur hjá hv. flm. Ég sagði, að kostir frv. köfnuðu í göllum þess. Og það er dálítið annað.

Þá er það ekki heldur rétt hjá hv. flm., að við, sem höfum andmælt þessu frv., teljum það að öllu leyti lítils virði. Fyrr mætti nú líka vera, þar sem það hefir verið vandlega undirbúið af mþn. og sjálf stj. meira að segja lagt hönd á það, eftir því sem hv. flm. upplýsti áðan í ræðu sinni. Að vísu virðist athugun stj. á frv. ekki hafa gengið út á annað en að létta bagga ríkissjóðs umfram það, sem einstaklingar verða að bera, ef frv. verður að lögum óbreytt. Er slíkt harla einkennilegt, eins og hv. þm. Dal. benti réttilega á. Get ég bæði um það og annað, sem hv. þm. Dal. benti á, verið honum fullkomlega sammála. Vil ég leyfa mér að endurtaka áskorun mína til hv. landbn., sem fær þetta mál væntanlega til með ferðar, að taka aths. þær, sem hann gerði við frv., til rækilegrar yfirvegunar.

Hv. flm. hélt því fram, að í gildandi 1. væri gengið á rétt leiguliða, og bætti frv. úr þessu. Um þetta atriði er erfitt að tala nú, þar sem ekki er hægt að koma því við við þessa umr. að gera samanburð á frv. og gildandi l., af því að þingsköp banna, að farið sé út í einstakar gr. frv. við 1. umr. Á þinginu 1929 gerði ég allítarlegan samanburð á frv. og gildandi 1. við 2. umr. um málið þá, og get ég vís að til þess. Aðeins get ég sagt það, að af 55 gr. frv. eru 25 meira og minna athuga verðar. Og má vel vera, að fleiri séu.

Krafan um hýsingu leigujarða er sjálf sögð, en frv. gengur of langt í því efni. Það má ekki gera meiri kröfur á hendur jarðeigendum en að þeir sjái þeim fyrir íbúðarhúsum, sem jarðir þeirra nytja. Að skylda jarðeigendur til þess að byggja peningshús á þeim jörðum, sem þeir leigja, nær ekki nokkurri átt. Er að vísu dæmi til, að slíkt hafi verið gert, þar sem er t. d. Hvanneyrarfjósið fræga, en það er öðru nær en að það hvetji til eftirbreytni.

Hv. flm. minntist á samtal, sem við höfum átt saman um þetta mál, og gat þess að við værum sammála um, að tryggja bæri rétt ábúanda svo, að jarðeigendur gæti ekki vísað honum af jörð inni eftir eigin geðþótta. Þetta er alveg rétt. Ég hefi meira að segja mikla löng un til þess að lögleiða erfðaábúð, því að bæði næst með því meiri trygging fyrir því, að sem mest verði gert fyrir jarðirnar, og svo má ganga út frá, að þær lendi þá fremur í verðugra manna höndum.

Að íbúðarhús á leigujörðum séu oft og tíðum verri en þau eiga að vera, dettur mér ekki í hug að efast um, en til þess geta legið ýmsar ástæður, sem erfitt er að ná til með l. Og ef eitthvað er athuga vert við íbúðarhúsin, er það úttektar mönnunum að kenna, og þá fyrst og fremst hreppstjórunum. Hinsvegar fæ ég vart skilið það, að heilsu og lífi manna sé hætta búin af þessum sökum. Heilbrigðiseftirlitið er orðið það öruggt hér á þessu landi.

Andstaða mín gegn þessu frv. byggist ekki á því, að ég vilji ekki bæta þá galla, sem á því eru, heldur byggist hún á því, að ég vil ekki, að nokkurs manns réttur sé fyrir borð borinn. Ég er þess sann færður, að kostnaðurinn af húsabygging um er bæði jarðeigendum og ábúendum ofvaxinn, auk þess sem ýms ákvæði frv. eru á þá leið, að kærulausum ábúendum má á sama standa, þó að húsin hrörni. Og hvað er það, að hús hrörni um skör fram? Ætli það fari ekki eftir áliti úttektarmannanna? Ég fæ því ekki betur séð en að óhætt sé að taka undir það með hv. þm. Dal., að með frv. er um ráðarétturinn tekinn af þeim, sem eru svo ólánssamir að vera jarðeigendur.

Ég hefi heyrt því fleygt, að háttsettur maður í stjórnarherbúðunum hafi bent stj. á, að ekki væri rétt af henni að láta flytja þetta frv., vegna þess að það fæli í sér stjórnarskrárbrot, eins og hv. þm. Dal. benti réttilega á. Skal ég ekkert um það segja, hvað hæft er í þessu, en svo mikið er vist, að stj. hefir ekki séð sér fært að flytja þetta frv. sjálf.

Hv. flm. beindi þeirri spurningu til hv. þm. Dal., hvort hann byggist við að sótzt væri eftir ábúð á jörðum, sem óbyggðar væru. (JörB: Sem liggja við auðn). Það skiptir sama máli. Grundvöllurinn er sá sami. Það gerir sömu útkomu, hvort heldur jörð hefir verið í eyði eða líkur eru fyrir, að hún fari í eyði. Ef menn óska eftir ábúð á annað borð, gerir slíkt engan mismun. Þar, sem ég veit dæmi til slíkra jarða í eigu ríkissjóðs, hefir ekki verið fé fyrir hendi til þess að hýsa þær. Það er erfitt um að fá fé til bygginga, og leiguliðar eiga þar erfiðasta aðstöðu. Þó trúi ég því ekki, að leiguliðar fái ekki á byrgð hrepps síns fyrir byggingarláni, ef það eru efnismenn, sem í hlut eiga. Ég get ekki trúað svo illu um hreppsnefndirnar. Og það get ég upplýst, að Barða strandarhreppur hefir tekið á sig margar ábyrgðir í þessu skyni. Að eins miklar tálmanir séu á því að fá lán til bygginga og hv. flm. vill vera láta, held ég því, að sé tæplega rétt. Menn hafa ýmislegt, sem þeir geta veðsett sínum eigin hreppi, þó að slíkt gangi ekki við almennar lán stofnanir. Og ef miklar tálmanir eru fyrir hendi hvað þetta snertir hjá leigulið um, ber þá ekki að sama brunni hjá jarðeigendum með lántöku til bygginga, ef jarðirnar eru veðsettar?

Hér hefir verið drepið nokkuð á á kvæði 44. gr. frv. Býst ég við að þau á kvæði byggist á velvilja n. til leiguliða og að n. gangi út frá, að jarðamatið sé svo lágt, að leiguliðar séu fúsir til að kaupa jarðirnar. Hitt hefir n. látið sér í léttu rúmi liggja, þó að jarðareigendur biðu skaða við að selja, eftir að vera búnir að hýsa jarðir sínar og gera þeim ýmislegt annað til góða.

Þrátt fyrir alla þá galla, sem á þessu frv. eru, felur það þó í sér umbætur að nokkru leyti, og legg ég því til, að frv. verði vísað til n. En vitanleg eru forlög frv., ef það kemur aftur óbreytt til deildarinnar. Vildi ég því mega vona það, að n. lagfærði það, svo að það fengi annan svip en það nú fer með til n. Takist svo giftusamlega, vænti ég þess, að við fhn. stöndum þétt saman um grundvallaratriði frv.