10.03.1931
Neðri deild: 20. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 751 í C-deild Alþingistíðinda. (1515)

58. mál, útsvör

Frsm. (Lárus Helgason):

Mér heyrðist á ræðu hv. þm. Barð., sem hann teldi það galla, að n. hefði ekki lagt til, að gjalddagar væru fastákveðnir. N. sá enga þörf þess, því að auðvelt er fyrir hreppsnefndir að fá gjalddaganum breytt, með því að fara til oddvita sýslunefndar, sem í flestum tilfellum mundi samþykkja till. hreppsn. f. h. sýslunefndar. Enda er ekki séð, að hið sama eigi við í öllum hreppum, og ættu menn víðsvegar um land að vera sem mest sjálfráðir um þetta efni.