13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1112 í C-deild Alþingistíðinda. (1529)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Ólafur Thors:

Ég skal ekki mikið lengja þessar umr. Ég vil aðeins skjalfesta þakklæti mitt til hæstv. forsrh. fyrir það, að hann hefir nú gefið yfirlýsingu um, að tveir af fulltrúum Alþýðuflokksins séu kosnir með atkv. Framsóknar. Þessir „rauðustu af þeim rauðu“ eru þannig komnir inn á þingið fyrir atbeina hans.

Eftir svo nána samvinnu við jafnaðarmenn er undarlegt af hæstv. ráðh. að fjargviðrast út af samvinnu, sem hann heldur, að verða muni milli okkar sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna.