13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1114 í C-deild Alþingistíðinda. (1535)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Frsm. meiri hl. (Héðinn Valdimarsson):

Ég vil aðeins skýra frá því, að hæstv. forsrh. getur ekki haft hugmynd um það, sem gerist á fundum í sambandsstjórn Alþýðuflokksins. Og það, sem hann segir, eru tilhæfulausar kviksögur. Í sambandsstj. eru 17 menn, eins og þeim mönnum er kunnugt, sem hafa lesið blöðin eða lög sambandsins. Það er ekki líklegur tilbúningur, að endanleg atkvgr. um stórmál verði með þeim hætti, sem hann talaði um.