13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í C-deild Alþingistíðinda. (1578)

269. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Frsm. (Sigurður Eggerz):

Það er fjhn., sem flytur þetta frv., og fer það fram á, að þær undanþágur, sem Eimskipafélag Íslands hefir fengið frá skattgreiðslum, séu framlengdar til ársloka 1932. Ennfremur var félagið samkv. lögum þessum undanþegið aukaútsvari til bæjarsjóðs, en skyldi í þess stað greiða 5% af nettóágóða næsta árs á undan. Árið 1928 voru svo þessi ákvæði framlengd með lögum nr. 33 það ár, og skyldi undanþágan gilda til ársloka 1930, en að því skilyrði uppfylltu, að félagið greiddi hluthöfum ekki hærri arð en 4%. Nú eru horfur í erfiðara lagi og félagið hefir fulla þörf á samskonar ívilnum áfram, og þess vegna er hér lagt til að framlengja þessi hlunnindi um 2 ár enn, eða til ársloka 1932. Ég vænti þess, að enginn verði til þess, að athuguðum öllum málavöxtum, að bregða fæti fyrir þetta sjálfsagða mál. Frv. er komið frá nefnd og ætti því að ganga beint til 2. umr. að lokinni þessari umr.