01.04.1931
Neðri deild: 39. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1172 í C-deild Alþingistíðinda. (1635)

283. mál, virkjun Efra-Sogs

Hákon Kristófersson:

Ég kannast við að hafa hreyft því hér í þinginu, að ríkið hlypi undir bagga með þessu byggðarlagi, vegna þeirra búsifja, sem það hafði orðið fyrir af utan að komandi ástæðum, en átti ekki sök á sjálft. En það undarlega skeði, að ríkið sá sér þetta ekki fært að neinu verulegu leyti. Að vísu veitti það þessu byggðarlagi smávægilega eftirgjöf í vaxtagreiðslu og afborgunarfresti. Um aðra ívilnun frá ríkisins hálfu hvað þetta snertir er mér, eins og ég hefi áður sagt, algerlega ókunnugt.