06.03.1931
Neðri deild: 17. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í C-deild Alþingistíðinda. (1699)

87. mál, flugmálasjóður Íslands

Gunnar Sigurðsson:

Það er ekki afarmikið, sem okkur hv. flm. ber á milli. Ég sé ekki, að hægt sé að fella þennan skatt niður, nema með því, að fé komi annarsstaðar frá. Ég held, að við verðum að taka tillit til þess, að bilunarhættan er miklu minni nú en hún hefir verið. Og ég vil ekki ganga inn á, að ekkert gagn hafi orðið af síldarleitinni, og tek orð fiskikóngs Íslands, Guðmundar Jónssonar skipstjóra á Skallagrími, því til sönnunar. Hann telur að því mikið gagn. — Það verður miklu hægara að vera tillátssamur með útgjöld til flugferða, þegar lengra líður og þær eru komnar á fastan fót.