07.04.1931
Efri deild: 40. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1223 í C-deild Alþingistíðinda. (1748)

134. mál, efnivörur til iðnaðar

Frsm. (Jón Þorláksson):

Nefndin hefir orðið sammála um að mæla með frv., þó að áskildum fyrirvara hjá hv. 2. landsk., og mun hann gera grein fyrir því atriði við umr. Eins og sést á nál., ber n. aðeins fram þessa brtt. á þskj. 315 til að skýra ákvæði 1. gr. á sama hátt og segir í grg. frv., að ákvæðin í 1. og 2. lið 1. gr. taki ekki til þeirra vörutegunda, sem aðflutningsgjald er greitt af samkv. tollalögum. En það eru munaðarvörurnar gömlu, sem menn kannast við, kaffi, sykur, tóbak, vín og einstöku aðrar vörur. Ég þykist ekki þurfa að gera frekari grein fyrir þessu en gert er í grg. frv. og hér var gert við 1. umr. málsins.