18.03.1931
Efri deild: 27. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1302 í C-deild Alþingistíðinda. (1786)

166. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Eins og hv. flm. hefir tekið fram, er mismunurinn á frv. og núgildandi lögum sá, að í lögunum er ætlazt til þess, að þeir, sem ekki geta borgað læknishjálpina, skuli senda ríkissjóði reikning yfir kostnaðinn og verði að gefa vottorð um, að þeir séu ekki færir um að greiða hann. En ef þessi ákvæði, sem hér ræðir um, koma til framkvæmda, þá mundi sú breyt. verða á, að öll slík borgun mundi koma niður á því opinbera, hvort sem sjúklingar væru fátækir eða ekki.