24.03.1931
Efri deild: 32. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1304 í C-deild Alþingistíðinda. (1793)

240. mál, hjúskapur, ættleiðing og lögræði

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ástæðan til þess, að frv. þetta er borið fram, er sú, að lögfræðingar stjórnarráðsins litu svo á, að það bæri að gera með tilliti til 17. gr. stjskr.

Mér er næst að halda, að leitað hafi verið álits utanríkismn. um þetta mál. (JÞ: Nei). Það getur verið, að hv. þm. hafi ekki verið þá á fundi. En annars er sjálfsagt að leita umsagnar hv. n., og má koma því fyrir eins og þegar rætt var um upptöku Íslands í Þjóðabandalagið í Nd. Þá var málinu vísað til allshn. samkv. þingsköpum, en hún beðin um að leita umsagnar utanríkismn. Legg ég til, að eins verði farið að um þetta mál.