13.04.1931
Efri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í C-deild Alþingistíðinda. (1808)

249. mál, merking á útfluttum saltfiski

Jón Þorláksson:

Ég get eftir atvikum alveg sætt mig við það, ef n. leitar umsagnar yfirfiskimatsmannsins í Rvík og lætur þá umsögn koma fram við umr. En viðvíkjandi hinu, að breyta mætti þessu á næsta þingi, ef miður þætti fara, þá tel ég óheppilegt að breyta oft svona merkingu, og mér finnst, að nú ætti að leggja þá vinnu í frv., að sú merking, sem upp yrði tekin, gæti haldizt óbreytt um nokkurt skeið.