09.03.1931
Efri deild: 19. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í B-deild Alþingistíðinda. (182)

33. mál, skattur af húseignum í Neskaupstað

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég hefi ekki margt að segja fyrir hönd allshn. N. hefir fallizt á frv. eins og það liggur fyrir. Og við 1. umr. tók ég allgreinilega fram ástæður fyrir frv. Í flestum — líklega öllum — bæjarfélögum á landinu gilda svipuð ákvæði og í þessu frv. En í þeim flestum mun einnig vera heimilað að taka skatt af lóðum, en í frv. er ekki gert ráð fyrir því, og ástæðan er, að nokkuð öðruvísi hagar til í þessum kaupstað en flestum öðrum. Ég hirði ekki um að skýra það nánar nú, en get þessa af því, að n. athugaði líka það atriði, hvort ekki væri rétt að leggja einnig skatt á lóðir. En eftir að hún hafði aflað sér upplýsinga um málið, sá hún ekki ástæðu til að taka slík ákvæði upp í frv.

Mál þetta er þannig vaxið, að hv. þdm. er það kunnugt frá samskonar málum á undanförnum þingum. Ég hefi því ekki fleira að segja fyrir hönd allshn. en að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.