13.04.1931
Efri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í C-deild Alþingistíðinda. (1868)

351. mál, afstaða foreldra til óskilgetinna barna

Ingvar Pálmason:

Ég vil geta þess út af síðustu ummælum hv. flm., að til allshn. hefir komið allmikið af málum og hefir verið reynt að afgreiða þau eftir fremsta megni. En viðvíkjandi fátækramálunum er það að segja, að allshn. væri þökk á að hún fengi bráðum að sjá fyrir endann á frv. af því tagi, því að hún hefir hugsað sér að taka þau öll fyrir í einu. Ef svo má skilja hv. flm., að ekki sé von á fleiri slíkum frv., býst ég við, að allshn. athugi þessi mál bráðlega. Annars tel ég ekki ástæðu til að væna nefndina um, að hún afgreiði ekki störf sín.