07.03.1931
Neðri deild: 18. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í C-deild Alþingistíðinda. (1885)

91. mál, sveitargjöld

Sigurður Eggerz:

Ég býst við, að þessu frv. verði vísað til fjhn.umr. loknum. Þar hefi ég tækifæri til þess að gera aths. við frv., en þó langar mig til þess að beina einni lítilli fyrirspurn til hv. fhn., út af því, sem hann sagði um 2. gr., þar sem gert er ráð fyrir, að tekju- og eignarskattur verði tvöfalt hærri Fyrirspurnin kemur fram í nafni hins skulduga manns. Vil ég nú taka dæmi um mann, sem skuldar 20 þús. kr. og hefir 20 þús. kr. í tekjur, og svo annað af manni, sem á 20 þús. kr. eignir og 20 þús. kr. tekjur. Er þá í þessu tilfelli maðurinn, sem skuldar, hinu herfilegasta ranglæti beittur, þar sem hann fær nærri eins mikinn tekjuskatt og sá, sem eignirnar á.

Þegar jafnað er niður eftir efnum og ástæðum er þó hægt að taka tillit til hinnar mismunandi eignaraðstöðu. En ranglætið í garð hinna skuldugu manna í þessu tilfelli margfaldast, þegar tekjuskatturinn einnig er gerður að tekjustofni sveitarfélaganna.