07.03.1931
Neðri deild: 18. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 784 í C-deild Alþingistíðinda. (1886)

91. mál, sveitargjöld

Hannes Jónsson:

Hv. 1. þm. Skagf. er búinn að taka flest það fram, sem mér fannst athugavert við þetta frv. Þó vil ég árétta nokkuð það, sem hann sagði. Þessi skattur gengur út yfir nálega allar tekjur, ef farið er upp í hámark áður en farið er að leggja á eftir 3. og 4. gr. útsvarslaganna, og getur þá vel farið svo, að opinber gjöld verði miklu hærri en allar tekjurnar, og sýnir það bezt, hve óréttmætur gjaldstofn tekjurnar eru, og sýnir það ennfremur nauðsyn þess, að aðrir gjaldstofnar séu lagðir til grundvallar.