14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 853 í C-deild Alþingistíðinda. (1981)

121. mál, nýjar veiðiaðferðir og veiðarfæri

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég skal ekki vera langorður, enda er frv. þetta hvorki stórt né margbrotið. Það orkar ekki tvímælis, að hin mesta þörf sé á því fyrir ísl. fiskveiðar, að gerðar séu fyllri og viðtækari tilraunir með veiðarfæri og veiðiaðferðir en hingað til hafa verið gerðar. — Ákvæði 1. gr. lýtur að því að tryggja, að þetta verði gert. Í ýmsum nágrannalöndunum og viðar eru notuð veiðarfæri, sem munu falla undir ákvæði ísl. laga um botnvörpu- og dragnótaveiðar. Er því nauðsynlegt að undanþiggja þessar tilraunir ákvæðum þeirra laga. En þar sem hér yrði aðeins um tilraunir að ræða undir opinberu eftirliti, þá ætti að vera alveg hættulaust að veita þá undanþágu, sem gert er ráð fyrir í 2. gr. frv. — Ég vil að svo mæltu leyfa mér að leggja til, að frv. verði að umr. lokinni vísað til sjútvn.