21.03.1931
Neðri deild: 30. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í B-deild Alþingistíðinda. (201)

116. mál, heimild til að veita Jóni Þorleifi Jósefssyni vélstjórnarskírteini

Frsm. (Jón Ólafsson):

Það var hreinn óþarfi hjá hv. 4. þm. Reykv. að vera að slá þann varnagla, að vélstjórafélagið væri þessu samþykkt. Vélstjórar yfirleitt eru þessu máli fylgjandi, þó að þeir hafi hinsvegar ekki viljað gefa neina yfirlýsingu í þá átt og hafi kosið að láta málið hlutlaust, enda hafa vélstjórar enga ástæðu til að vera að amast við þessum manni, því að hann hefir sízt minni menntun í sinni grein en aðrir vélstjórar almennt.