13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í C-deild Alþingistíðinda. (2027)

129. mál, slysatryggingalög

Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Frv. þetta til breyt. á 1. nr. 73 frá 7. maí 1928, sem flutt er af hv. 1. þm. N.-M. og mér, hefir n. að mestu fallizt á. Frv. er flutt til skýringar, en raskar ekki efni l. svo neinu nemi. Það varð að samkomulagi í n., að frv. skyldi nú sem stendur ekki ná yfir bæjarhús úr steini eða timbri fremur en torfi. Auk þess varð n. sammála um að gera smábreyt. við 1. gr. Þarf ekki frekar fyrir þeim að mæla.

Þá er hv. 1. þm. N.-M. með smábreyt. á þskj. 386, er hann mun gera grein fyrir. Við þá brtt. hefi ég svo gert brtt., sem er á þskj. 395. Verði þær báðar samþ., verður öll skipshöfnin tryggð.