10.03.1931
Efri deild: 20. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í B-deild Alþingistíðinda. (227)

100. mál, úrskurðarvald sáttanefnda

Flm. (Pétur Magnússon):

Þetta litla frv. hefi ég flutt í samráði við sáttanefnd Rvíkur, og er því ætlað að bæta úr einum af hinum mörgu göllum, sem eru á réttarfarslöggjöf vorri. Almenna reglan í rekstri einkamála er sú, að mál skal leggja til sátta, áður en dómstólarnir fjalla um þau. Í öllum þorra mala eiga sáttanefndir að leita um sættir, en í vissum málaflokkum gerir dómstóllinn það sjálfur. Fram til ársins 1911 var ekki til nema tvennskonar lausn mála, er sáttanefndir fengu til meðferðar, annaðhvort að satt tækist eða að málunum væri vísað til aðgerða dómstólanna. En með lögum nr. 32 frá 1911 er gerð breyt. á þessu, þannig að í skuldamálum, þar sem skuldarupphæðin nemur eigi meira en 50 kr., skal sáttanefnd kveða upp úrskurð, ef skuldheimtumaður krefst þess:

a. Þegar kærði kemur ekki á sáttafund, þrátt fyrir löglega birting fyrirkallsins, og sáttanefndin hefir eigi ástæðu til að ætla, að hann hafi lögleg forföll, er meini honum það eða manni fyrir hann.

b. þegar sáttanefnd hefir eftir árangurslausa sáttatilraun skorað á skuldunaut að veita skýlaus svör um skuld þá, sem hann er krafinn um, og hann viðurkennir afdráttarlaust, að skylt sé honum að greiða hana, en vill þó ekki sættast, eða eigi er auðið að koma á satt um ýms aukaatriði, svo sem greiðslufrest, vexti og ómaksþóknun til skuldheimtumanns og kostnað.

Ég geri ráð fyrir, að með setning þessara laga hafi vakað fyrir löggjafanum að koma fram þrennskonar réttarbótum.

Í fyrsta lagi að gera kröfuhafa auðveldara að fá aðfararheimild fyrir“ kröfunni; í öðru lagi að spara skuldunaut þann kostnað og fyrirhöfn að þurfa að svara til sakar fyrir dómstóli og í þeim tilfellum, er kröfuhafi fær ekki kröfu sína greidda vegna vanefna skuldara, þá er það einnig sparnaður fyrir hann að hafa rekið málið fyrir sáttanefnd í stað dómstóls. Í þriðja lagi hefir það vakað fyrir löggjafanum að takmarka eftir föngum málafjölda dómstólanna, til þess að auka ekki á annir þeirra umfram brýnustu nauðsyn. Skömmu eftir að lög þessi voru sett, varð mikil breyting á verðgildi peninga, og mjög til lækkunar. þess vegna hafa lög þessi ekki haft þá þýðingu, sem til var ætlazt í upphafi. Með því verðgildi, sem peningar hafa nú, er skiljanlega heldur fátítt, að menn leiti réttar síns með málsókn út af kröfum fyrir neðan 50 kr. Í þessu frv. er stungið upp á að hækka þá upphæð, sem sáttanefndir mega úrskurða um, upp í 500 kr., eða m. ö. o. tífalda hana frá því, sem verið hefir. Þetta ætti að verða til þess, að allmörg mál, sem nú fara til sáttanefndar og þaðan til dómstólanna, verði nú útkljáð fyrir sáttanefnd. Ég hefi aflað mér upplýsinga um mál, sem komið hafa fyrir sáttanefnd Rvíkur á árunum 1926–1930, að báðum árum meðtöldum, og fer hér á eftir útdráttur úr sáttabók Rvíkur, gerður af öðrum sáttanefndarmanninum:

1926 1927 1928 1929 1930

Mál til meðferðar í sáttanefnd alls ............ 332 448 377 434 477

þar af skuldamál að 500 kr. incl. ………… 193 274 274 289 264

þar af kveðnir upp úrskurðir. ................... 13 33 51 39 41

Samtals verða þannig skuldamál að 500 kr. inclusive, sem sáttanefnd Rvíkur hefir haft til meðferðar um þetta árabil, 1294 að tölu, en þar af aðeins kveðnir upp 177 úskurðir. Það liggur nú í augum uppi, að ef hámarkið er fært upp í 500 kr., svo sem þetta frv. gerir ráð fyrir. Þá vex mjög fjöldi þeirra mála, sem sáttanefnd getur kveðið upp úrskurð í.

Það verður ekki séð, að nein hætta geti einasta sáttanefndarúskurði hefir verið afrýjað til dómstóla, svo ég viti til, en til þess er þó heimild í lögunum frá 1911. Þetta sýnir, að sáttanefndir hafa stafað af þessari breytingu. Ekki einum ekki misbeitt valdi sínu, og jafnvel þótt misbeiting kynni að eiga sér stað, þá er þó ekki hættan önnur eða meiri en sú, að úrskurðir sáttanefndar fara áfram til dómstólanna, m. ö. o. málin fara áfram sömu leið og þau gera nú. Til frekari varúðar hefi ég bætt við ákvæði um það, að úrskurð skuli því aðeins kveða upp, að þess sé krafizt í sáttakærunni.

Ég get sem sagt ekki séð neitt, er mæli móti þessari breytingu, nema ef einhver vildi telja það, að ríkissjóður tapaði dálitlu í réttargjöldum. En það vinnst aftur upp við það, að skrifstofukostnaður dómara ætti að minnka að sama skapi.

Ég skal játa, að enda þótt ég teldi efalaust, að þessi umrædda breyting væri til bóta, þá var ég samt dálítið hikandi við að flytja þetta frv. Bar það til, að mér virtist sem þessi réttarbót næði svo skammt, þegar þess er gætt, hversu margt það er í réttarfarslöggjöf vorri, sem er úrelt og öldungis óviðunandi á alla lund. Er þess að vænta, að ekki verði látið líða á löngu áður en hafizt er handa um nauðsynlegan undirbúning gagngerðra umbóta í réttarfarsmálum vorum, og ættu hv. þm. að gera sér það vel ljóst, að við svo búið má vart lengur standa.

Að öðru leyti vil ég vísa til grg. þeirrar, sem fylgir frv., og vil leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. allshn., að lokinni þessari umr.