14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í C-deild Alþingistíðinda. (265)

111. mál, opinber vinna

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Ef ég má ekki tala um málið eins og síðasti ræðumaður, þá sezt ég niður. (BÁ: Ágætt! ). Ágætt, segir hv. þm. Mýr. og hv. þm. Ísaf. vill slíta fundi. Sök bítur sekan! Eitthvað þýðir þessi yfirlýsing, svo loðin sem hún er. Svo loðin er hún, að enginn getur hafa orðað hana nema hv. 2. landsk. (JBald), svo að þeir eru sjálfráðir, hvort þeir styðja stjórnina eða ekki. Ef nokkur meining er með þessu, hlýtur af því að leiða, að þeir beri vantraust á stj. Ég veit, að ástæður fyrir hlutleysi flokksins eru ekki lengur fyrir hendi. Leiðir hér af því, að ástæður fyrir hlutleysi þingflokksins eru enn. Þetta er undarlegur skrípaleikur, eins og hv. þm. Dal. komst að orði.