10.03.1931
Neðri deild: 20. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

65. mál, kirkjuráð

Pétur Ottesen:

Biskup landsins hefir látið svo um mælt, að hann teldi ekki þörf á þessu ráði, en þrátt fyrir það hefir frv. um það verið flutt hér aftur. En hvað sem því líður, finnst mér undarleg sú meðferð menntmn. á frv. kirkjumálanefndar, að hér skuli vera kippt burtu ákvæðinu um íhlutunarrétt leikmanna um val manna í kirkjurað. Ef stofna á þetta kirkjurað, sem ég álit nú ekki að beri nauðsyn til, þá er auðvitað sjálfsagt, að það ákvæði mþn. í kirkjumálum haldist, að safnaðastjórnir ráði vali tveggja manna af fimm. Ef vel á að fara um kirkjumálin, er nauðsynlegt, að sem flestir standi að þeim, en prestarnir séu ekki látnir einir um þau. Með því verður bezt náð þeim tilgangi, sem felst í því, að halda uppi prestastétt og kirkju í landinu. Því finnst mér hlálegt að kippa þessu ákvæði burt, og vil ég skora á nefndina, sem fær málið til athugunar, að ráða bót á þessu. Að öðrum kosti mun ég flytja brtt. um þetta atriði.