10.03.1931
Neðri deild: 20. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

65. mál, kirkjuráð

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég ætla, að nefndin muni ekki ganga í sig um þetta atriði, og þurfi því að koma brtt. frá einstökum þm., ef því á að fást breytt. Ástæðan til afstöðu n. í þessu máli er sú, að oss fannst, að íhlutunarréttur leikmanna ætti að geta komið fram á synodus, sem tillögur ráðsins eiga að leggjast fyrir, par sem gera má ráð fyrir, að sú endurbót verði gerð á synodus, að fulltrúar leikmanna fái þar sæti, en annars taldi n. ekki rétt, að leikmenn hefðu íhlutunarrétt um kirkjuráðið, sem er sérstaks eðlis. Hinsvegar vil ég benda á, að við höfum gert þá endurbót á frv., sem varðar leikmenn, að við höfum ekki tiltekið, eins og gert var, að svo og svo margir guðfræðingar skuli eiga sæti í ráðinu, heldur er það látið opið.