30.03.1931
Neðri deild: 37. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í C-deild Alþingistíðinda. (306)

123. mál, dragnótaveiðar

Haraldur Guðmundsson:

Ég vildi benda hæstv. forseta á það, að málið, sem nú er 9. mál á dagskrá, frv. til l. um breyt. á 1. nr. 55, 7. maí 1928, um bann gegn dragnótaveiðum í landhelgi, er enn ekki komið til 1. umr., þó að langt sé síðan frv. var útbýtt. Forseti hefir alltaf sett það í vonlaust sæti. ég vildi mælast til þess, að hæstv. forseti færði það til á dagskrá, eða að öðrum kosti tæki það sem 1. mál á morgun. ég vildi ámálga þetta við hæstv. forseta; mér finnst tæplega hlýða fyrir hann að hafa þetta mál að engu.