09.04.1931
Neðri deild: 42. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í C-deild Alþingistíðinda. (355)

89. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Lárus Helgason:

Hv. 1. þm. Skagf. gat þess, að ég hefði frá n. hálfu óbundnar hendur um atkv. mitt í þessu máli, og er það alveg rétt. Vil ég nú með nokkrum orðum gera grein fyrir afstöðu minni til þess.

Ég hefi undanfarið verið á móti þessu máli, af því að mér hefir ekki fundizt vera færð nægileg rök fyrir því, að þetta sé réttmætt. Og ég geri ekki mikið úr ollum þessum undirskriftum. Ég legg langmest upp úr umsögn hreppsnefndarinnar, og hún leggur eindregið á móti frv., og sama gerir sýslunefndin. mér finnst réttara að taka tillit til þessa heldur en þess, þótt smalað sé saman nokkrum nöfnum. Það er upplýst, að meiri hl. þeirra, sem undirskrifa velþóknun sína á frv., sáu aðeins bunir að eiga heima þarna part úr ári.

Mér finnst þetta mál ekki liggja svo hreint fyrir, að rétt sé fyrir þingið að gera breytingar á þessu án samþykkis sveitarfélagsins. Breytingar eru ekki réttmætar nema víst sé, að þær séu til hins betra. En ég get ekki séð, að hér sé um það að ræða.

Er ég því ráðinn í því að greiða atkv. á móti frv. eins og ég hefi gert að undanförnu.