13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í C-deild Alþingistíðinda. (368)

89. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Hákon Kristófersson:

Ég mótmæli því engan veginn, sem hv. 2. þm. Reykv. hefir haldið fram, að 2. liður minnar brtt. verði ef til vill til þess að tefja það, að þetta mál verði leitt til lykta, en aftur á móti atti hún að tryggja, að það, sem gert yrði, væri með fullkomnu samkomulagi beggja aðilja, og að ekki yrði farin sú leið að láta löggjafarvaldið skerast í leikinn, fyrr en þrautreynt er, að samningar ekki takist. Ég get viðurkennt það, að báðir aðiljar hafa mikið til síns máls. En mér finnst örðugt að ætla að taka hluta af Seltjarnarneshreppi og leggja við Reykjavík an samþykkis hreppsins. Og af því að það er óhrekjanleg nauðsyn fyrir framtíðina, að báðir aðiljar geti orðið sem ánægðastir með úrslit málsins, þá held ég nú, að hyggilegast sé, með hliðsjón af velvild til beggja aðilja, að samþ. mínar brtt.