24.03.1931
Neðri deild: 32. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

29. mál, utanfararstyrkur presta

0041Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Ég sé ekki ástæðu til að halda langa andmælaræðu út af því, sem hv. þm. N.-Þ. sagði. Við höfum svo oft átt tal saman um klerka og kirkjumal, og erum báðir frjálslyndir í heim efnum, enda varð ég ekki var við það, að hv. þm. setti sig á móti frv. Hann virtist aðeins vera að bera blak af ísl. prestum samanborið við presta á Norðurlöndum, með því að telja þá víðsýnasta af þeim. Ef prestar í nágrannalöndunum eru svo þröngsýnir sem hv. þm. vill vera láta, þá hygg ég það rétt, að okkar prestar geti engu að síður lært af kynningu við þá, því að til þess eru vitin að varast þau, og ef þeir kynntust t. d. innri mission í algleymingi, þá mundu þeir fyllast einbeittri andúð á slíku.

Skal ég þá ekki fjölyrða þetta meir.

Ég býst fastlega við, að hv. þd. fallist á till. n. um að samþ. frv. með þessum lítilsháttar brtt.