08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (424)

Afgreiðsla þingmála

Bernharð Stefánsson:

Ég álít atkvgr. þá, sem hér hefir farið fram, hreinasta skrípaleik, sem alls ekki ætti að liðast innan vébanda þingsins. Ég veit ekki betur en að til sé í þingsköpum ákvæði, sem forseta er heimilt að beita, þegar tómlæti og kæruleysi hv. þdm. gengur svo úr hófi sem í þessu máli. Ég vil skora á hæstv. forseta að láta slíkt ekki viðgangast lengur. Ég sé enga ástæðu til þess að halda slíku áfram, og mun ekki taka þátt í atkvgr. framar á þessum fundi, nema öðruvísi skipist um þátttöku hv. þdm. í atkvgr. í þeim málum, sem eftir eru á dagskránni.