08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (431)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Jónsson:

Ég stend aðeins upp til þess að spyrja hæstv. forseta, hvort hann hafi átt við þá hv. þdm., sem fjarverandi voru, eða hvort hann hafi meðfram átt við það, hve atkvgr. gekk treglega. Orð hæstv. forseta mátti ef til vill skilja á þann veg. Annars tók ég ekki til mín þær ávítur, sem fram hafa komið í dag, því að ég gerði fulla grein fyrir afstöðu minni og því, hvers vegna ég greiddi ekki atkv. Hinsvegar er það mjög vanalegt, að það standi á þm. við atkvgr., og hefir ekki til þessa verið gert veður út af slíku. Ef hæstv. forseti hefir átt við þetta, væri æskilegt, að það kæmi skýrt fram.