08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í B-deild Alþingistíðinda. (432)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Ég þóttist ekki hafa talað svo loðið, að ástæða væri fyrir hv. 1. þm. Reykv. að misskilja orð mín. Ég taldi það fyrst og fremst, hversu margir hv. þdm. voru fjarstaddir við atkvgr. Hitt er vitaskuld satt, að það er mjög æskilegt, að hv. þm. láti ekki standa á sér að segja já eða nei við atkvgr. í deildinni. Og þó að atkvgr. aðan hafi gengið fremur treglega að þessu leyti, þá var ekki átölum mínum beint að því, heldur hinum óhæfilegu fjarvistum hv. þdm.