03.03.1931
Neðri deild: 14. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í D-deild Alþingistíðinda. (494)

43. mál, lækkun vaxta

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil minna hv. þm. V.-Húnv. á það, að hér hefir nýlega verið tekið 12 millj. kr. lán með okurvöxtum, og hvort sem það er lagt inn í Landsbankann eða ekki, hlýtur það að hafa sín áhrif á vextina í landinu.

Það getur varla stafað af öðru en heimsku, þegar hv. þm. er að ásaka bankana fyrir að hafa ekki tekið lán 1929 til að lækka vextina. Bankarnir vissu það, þótt hv. þm. V.-Húnv. vissi það ekki, að í aðsigi var stórfelld vaxtalækkun, og vildu því eðlilega bíða, unz sú lækkun hafði orðið. En sú vaxtalækkun kom okkur ekki að gagni, vegna aðgerða stjórnarinnar og þingmeirihlutans á fjármálum ríkissjóðs.