14.03.1931
Efri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í D-deild Alþingistíðinda. (598)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Jón Jónsson:

Ég vil aðeins mótmæla heim orðum hv. 2. landsk., að í fyrra hafi Alþingi slegið því föstu, hve há laun embættismanna ættu að vera. Það hefir alltaf tíðkazt, síðan dýrtíðaruppbótarlögin voru sett, að þingið hefir ætlað eitthvað til hennar, eftir því sem hún hafði verið að undanförnu. Þingið hefir alltaf talið sjálfsagt, að farið væri eftir vísitölu hagstofunnar. Þessu var alltaf framfylgt, þangað til hv. 2. landsk. kom með þennan fleyg, illu heilli, að þingið skyldi ekki lengur ákveða dýrtíðaruppbótina eftir vísitölunni. Þingið hefir því alls ekki fastákveðið laun þessa árs á þinginu í fyrra.

Ekki skildi ég það nú vel hjá hv. 2. landsk., að bönkunum væri lítil hjálp, þó að kaupið lækkaði. Ég hélt þó, að bönkunum væri það lífsnauðsyn, að atvinnuvegirnir gætu borið sig. (JBald: Alveg rétt). En það, að kaupið sé ekki of hátt, er eitt aðalskilyrðið til þess, að atvinnuvegirnir beri sig. Þess vegna er bönkunum það ekki hentugt, að hækkun eigi sér stað.