14.03.1931
Efri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í D-deild Alþingistíðinda. (601)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Jón Jónsson:

Ég kann ekki við annað en að leiðrétta það, sem hv. þm. Snæf. sagði. Hann gerði mikinn vind út af því, hvað afkáralegt það væri, að allir flokksmenn hæstv. fjmrh. væru á móti honum í þessu máli, og sagði, að þetta væri algerlega einsdæmi. En ég vil biðja hv. þm. að fletta upp Alþt. frá stjórnartíð Jóns Magnússonar og athuga stjskrbreyt. þá, sem stj. bar þá fram. Þá mun hann verða að sannfærast um það, að allir flokksmenn stj. voru á móti frv. — nema einn, hv. þm. Snæf.