10.03.1931
Neðri deild: 20. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (63)

25. mál, bókasöfn prestakalla

Magnús Jónsson:

Ég get ekki annað seð en að þeir, sem eru frv. þessu fylgjandi, megi vera ánægðir með þau mótmæli, sem komið hafa gegn því. þau mótmæli stafa ýmist af því, að prestar þurfi ekkert að lesa, þeir eigi aðeins að skíra og gifta o. s. frv., eða þá af þeirri skoðun hv. 2. þm. Árn., að prestarnir eigi aðeins að lesa biblíuna. Er það alveg það sama, sem Múhamedstrúarmenn halda fram, er þeir banna allar aðrar bækur en kóraninn. Slík mótmæli sem þessi lýsa engu öðru en fullkomnu skilningsleysi á málinu.

Þá var hv. 2. þm. Árn. að tala um bókabrúna klerkanna forðum. Ég vil minna á það, að frægasti bókabruninn var einmitt gerður í anda hv. 2. þm. Árn. Það var kalífi nokkur frægur, sem fyrir honum stöð, og let hann brenna mikið og merkilegt bókasafn með þeim ummælum, að annaðhvort stæði það, sem í þessum bókum væri, í kóraninum, og væri þá óþarft, eða það stæði ekki í kóraninum, og væri þá skaðlegt. hetta er alveg sama skoðunin og hjá hv. 2. þm. Árn., er hann segir, að prestar eigi ekkert að lesa annað en biblíuna.