19.02.1931
Neðri deild: 4. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í C-deild Alþingistíðinda. (748)

5. mál, verðtollur

Fjmrh. (Einar Árnason):

Þetta frv. er upphaflega samið af mþn. í tolla- og skattamálum og var lagt fyrir þingið í fyrra af meiri hl. þeirrar n. Þá skrifaði ég tollstjóranum hér í Reykjavík og það um álit hans á frv., og einkum með tilliti til þess, hvort hann teldi meiri hættu á tollsvikum samkv. frv. en með núverandi fyrirkomulagi. Tollstjórinn hér í Reykjavík hefir mesta reynslu hérlendra manna um framkvæmd tolllaganna, og var því mikilsvarðandi að fá álit hans á frv. Sendi tollstjórinn álit sitt á frv., og kom þar greinilega fram, að hann var frv. fylgjandi, enda þótt hann gerði till. um nokkrar breyt. á því. Og það taldi tollstjórinn með öllu vist, að ekki myndi meiri hætta á tollsvikum eftir fyrirkomulagi frv. heldur en því, sem nú er.

Þetta frv. varð ekki útrætt á þinginu í fyrra, og síðastl. sumar fór ég þess á leit við skattamálanefndina, að hún tæki málið til athugunar að nýju í sambandi við till. tollstjórans. Varð n. við þessari ósk og fellst að miklu leyti á till. tollstjórans. Eftir að n. hafði svo endurskoðað frv., tók ráðuneytið frv. til athugunar í samráði við tollstjórann og gerði á því nokkrar breyt., sem einkum snertu þó flokkunina í 8. og 9. gr.

Ég verð að halda því fram, að undirbúningur þessa frv. hafi verið svo góður, sem tók voru a. Mþn., stj. og tollstjórinn hafa lagt mikla vinnu í undirbúning frv., og yfirleitt hefir reynt verið að vanda það sem mest, bæði að efni og formi.

Ég sé ekki ástæðu til þess nú við 1. umr. að vera að fara út í einstakar gr. frv., enda fylgir frv. ýtarleg grg., sem gefur allar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til skilnings á stefnu frv. í heild sinni, sem og á einstökum atriðum þess. Frv. stefnir að því að gera tollheimtuna einfaldari, en sú tekjuupphæð, sem frv. gæfi, ef að l. yrði, svarar að mestu til þeirrar upphæðar, sem verð- og vörutollurinn gefa nú.

Ég vildi svo leyfa mér að leggja til, að frv. yrði vísað til fjhn., að lokinni þessari umr.