26.03.1931
Neðri deild: 34. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í C-deild Alþingistíðinda. (767)

5. mál, verðtollur

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Hæstv. fjmrh. sagði í lok ræðu sinnar, að hann væri mótfallinn brtt. okkar Alþýðufl.manna, því að þær myndu rýra stórkostlega tekjur ríkissjóðs, ef þær yrðu samþ. Þetta er rangt. Hingað til höfum við fylgt þeirri reglu að gera þær einar till. um tekjurýrnun, að jafnframt sé bent á tekjustofn, er komið geti í staðinn.

Með afgreiðslu frv. um tekju- og eignarskatt er það orðið ljóst, að flokkur hæstv. stj. vill ekki taka þann tekjuauka, sem felst í frv. mínu um tekju- og eignarskatt. Eftir er að greiða atkv. um frv. mitt um fasteignaskatt, en allar líkur benda til þess, að það verði ekki samþ. heldur.

Ég skal því taka það fram, að í brtt. mínum við þetta frv. tek ég ekki tillit til þess, hvort þær muni rýra tekjur ríkissjóðs eða ekki, ef þær næðu samþykki. Ef hæstv. stj. neitar að taka við tekjuauka, sem nemur eigi minna en 2 millj., þá hún um það. En þá verður hún líka að taka afleiðingunum. — Aðalatriðið í þessu máli er óhjákvæmilega það, hvaða borgarar það eru, sem einkum verða að greiða skatt til ríkisins vegna verðtollsins. Eins og margsinnis hefir verið sýnt fram á, eru lágtekjur eða þurftartekjur skattaðar um 50% hærra en tekjur, sem eru fram yfir það, sem þarf til nauðsynlegs lífsviðurværis. Eins og hv. 2. þm. Reykv. tók fram, er með þessum sköttum á lagtekjunum íþyngt hag alþýðu, dýrtíðinni haldið við og atvinnulífið í landinu lamað.

Ég skal ekki fara langt út í einstakar greinar frv., enda hefi ég gert það áður.

Í nál. minni hl. fjhn. er bent á það, hve langt er gengið í frv. þessu í að koma á fullkomnu verndartollakerfi hér á landi. Það orkar ekki tvímælis, að slíkt fyrirkomulag hækkar vörurnar í verði enn meira en tollinum nemur, sem lagður er á vörurnar, hvort sem þær eru búnar til hér eða fluttar inn. Verndartollur verður og jafnan til þess, að framleiðendur slá meira slöku við verk sitt og vanda voruna miður en ella, þar sem löggjöfin gefur þeim fríðindi að þessu leyti.

Það er rétt, að ef brtt. okkar hv. 2. þm. Reykv. yrðu samþ., myndi það hafa í fór með sér mikla tekjurýrnun fyrir ríkissjóð. Myndi sá tekjumissir nema um 1 millj. 600 þús. til 2 millj. kr., eða hér um bil því sama og lagt er til, að skattarnir hækki í frv. mínum um tekju- og eignarskatt og fasteignaskatt.

Tollurinn er mjög hár á ýmsum helztu nauðsynjavörum almennings samkvæmt þessu frv., einkum á vefnaðarvörum, fataefni o. s. frv. Þegar svo álagning verzlananna bætist við, þá mun ekki ofmælt, að landsmenn greiði í tolla af nauðsynjavörum fast að 21/2 millj. kr. Ef bætt er við því, sem á milli ber í frv. mínu og hæstv. stj. um kaffi- og sykurtoll, þá nemur það um 3 millj. kr., sem landsmenn verða að greiða í tolla af brýnum nauðsynjum sínum.

Samkv. opinberum skýrslum um skiptingu landsmanna í heimili koma 5,3 einstaklingar á hvert heimili að jafnaði. Verður þá meðalheimili að greiða 150 kr. í tolla af lífsnauðsynjum í meðalári. Þó ber þess vandlega að gæta, að skattur þessi kemur ójafnt niður. Þar, sem menn búa að miklu leyti að sínu, verður upphæðin minni. En í borgum, þar sem verkalýðurinn lifir mestmegnis á innfluttum vörum, verður upphæðin hærri. Er því óhætt að gera ráð fyrir, að verkamannafjölskyldur í kaupstöðum greiði yfirleitt talsvert meira en 150 kr. á ári í tolla af brýnustu nauðsynjum.

Það, sem hér er deilt um, er það, hvort heldur skuli leggja þessar byrðar á þá, sem hafa bezta aðstöðu til þess að afla sér auðæfa, eða á hina, sem aðeins hafa til hnífs og skeiðar, eða varla það.

Það er býsna mikið, sem hið opinbera sjálft verður að greiða vegna þessara tolla. Til fátækráframfærslu er varið um 11/2 millj. kr. á ári. Það, sem hið opinbera verður að greiða af þeirri upphæð vegna óréttlátra tolla, mun ekki nema minna en 250 þús. kr. á ári. Ríkið hefir fjölda sjúklinga á framfærslu sinni. Til berklavarna einna saman greiðir ríkið yfir 1 millj. kr. Af þeirri upphæð stafa milli 100–200 þús. af þessum tollum. — Þá greiðir ríkið starfsmönnum sínum dýrtíðaruppbót, sem miðuð er við hið háa verðlag í landinu. Það er stefna hinna ráðandi stétta í landinu í tollamálum, sem á mesta sök á dýrtýðinni, og þá um leið á því, að ríkið þarf að greiða starfsmönnum sínum dýrtíðaruppót.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að hafa fleiri orð um frv. að sinni. En verði brtt. okkar hv. 2. þm. Reykv. ekki samþ., þá mun ég greiða atkv. mói frv.