23.02.1931
Neðri deild: 7. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í C-deild Alþingistíðinda. (793)

18. mál, samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Einar Jónsson:

Ég varð ekkert glaður við að heyra orð hæstv. atvmrh. Það er auðséð, að hann er hér að búa út plagg, sem ekki getur komið til framkvæmda fyrr en eftir næstu kosningar. Er það sjáanlegt, að hæstv. atvmrh. er smeykur um, að hann muni ekki sitja að völdum áfram, og vill með þessu binda eftirmanni sínum erfiða byrði, þar sem nú er ekkert fé til í ríkissjóði. Ég verð að vona, að hæstv. atvmrh. sé alvara með það, sem hann segir, og ég skora á hann að sýna alvöru í þessu máli. Rangæingar vonast eftir því af þingi og stj., að framkvæmdir verði bráðar í þessu efni. — Skal ég svo ekki fjölyrða meira um málið að sinni.