23.02.1931
Neðri deild: 7. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í C-deild Alþingistíðinda. (796)

18. mál, samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég verð að efast um, að hv. 1. þm. Rang. tali fyrir munn kjósenda sinna í þessu máli. Er það að leika leik frammi fyrir kjósendum, að undirbúa þetta mál og fá yfirlýsingu stj. um það, að hún leggi það til, að þessar umbætur verði meðal hinna fyrstu, sem gerðar verði, er ástæður eru fyrir hendi? Ég held ekki. En hitt er rangt, að gera stórar ákvarðanir 1–2 mánuðum fyrir kosningar, ákvarðanir, sem kosta ríkissjóð mörg hundruð þús. kr.