23.02.1931
Neðri deild: 7. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í C-deild Alþingistíðinda. (797)

18. mál, samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Sigurður Eggerz:

Mér hefir skilizt, að hæstv. stj. ætlist til, að frv. þetta verði að lögum á þessu þingi. Samkv. því kemur það ekki undir kjósendurna, eins og stj. var að tala um.

Ég verð að beina einni spurningu til hæstv. atvmrh. Ég vil spyrja hann að því, hvort stj. treysti sér til þess að veita fé til þessara framkvæmda eins og nú standa sakir? Þetta er þungamiðjan í þessu máli. Ég get ekki gert ráð fyrir, að næstu kosningar breyti neinu um fjárhagslegar ástæður ríkisins, svo að hægra muni um þessar framkvæmdir eftir þær heldur en nú er.