09.04.1931
Neðri deild: 42. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í C-deild Alþingistíðinda. (800)

5. mál, verðtollur

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Ég á nokkrar brtt. á þskj. 299, og má yfirleitt um þær segja það, að þær gangi í öfuga átt við brtt. á þskj. 302. Skal ég fara nokkrum orðum um brtt. mínar.

1. brtt. er um það, að tómir pokar og ullarballar séu einungis tollaðir eftir alið 6. gr. Þegar litið er til þess, að þetta eru einungis umbúðir utan um vörur, þá er ástæðulaust að tolla þær hærra.

Þá er 2. brtt., a-liður, um það, að nokkrar vörur, humar, krabbar, ostrur og aðrir skelfiskar, séu færðar í 30% flokkinn. Ég sé ekki ástæðu til að tolla þessa voru minna, því óþarfi er að flytja hana inn. Við höfum krækling hér við land, sem er eins góður og þessi innflutti skelfiskur.

En aðalbreytingin er þó falin í staflið b. í sömu brtt. Það, sem þar er talið, er einkum sjúkrafæða, og þykir mér því sjálfsagt að færa það, sem þar er talið, niður í lægri flokk. mér finnst undarlegt, ef hv. dm. vilja, vegna löngunar þeirra til að setja á verndartolla, ekki ljá þessari till. fylgi. Þetta, sem þarna er talið, eru aðallega ávextir og grænmeti. Af því er ýmist ekkert eða þá ekki nóg framleitt í landinu sjálfu. Er þessi hái tollur því eingöngu lagður á til hagnaðar fyrir ríkissjóð. Þetta er einkum sjúkrafæða. En sama má og segja um niðursoðinn fisk. Sjúklingar hafa þörf fyrir hann, þar sem ekki er hægt að ná í nýjan fisk, sem er víða.

Þá vil ég sérstaklega minnast á leir- og glervörur, sem ég legg til, að færðar verði undir C-flokkinn, eða tollaðar með 10%. Það er hart að tolla almenna leir- og glervöru með 20%. Án þeirrar voru getur enginn verið, hvorki ríkur né fátækur. Og engin líkindi eru til, að hún verði framleidd hér á landi.

Hv. þm. Borgf. og hv. 2. þm. Skagf. eru með brtt. á þskj. 302. Leggja þeir þar til, að vörur, sem framleiddar eru hér á landi, séu færðar í hærri tolllið en þær eru undir í frv. Ég lít svo á, að til þess að umræddar vörur séu keyptar og notaðar innanlands fremur en útlendar, þá sé tollstaða þeirra í frv. nógu há. sá tollur er því í raun og veru mikill verndartollur. Og sum árin hefir niðursuða á mjólk verið styrkt með tugum þúsunda króna, þegar lagður er saman sá beini styrkur, sem Mjöll hefir fengið, og sá verðtollur, sem verið hefir á útlendri mjólk og sem í eðli sínu er verndartollur. Að hækka erlenda voru með verndartollum er að fara inn á ranga braut. Dýrtíð vex í landinu og neytendur verða fyrir beinum erfiðleikum. Ég álít, að hagur okkar verði betri, ef verndartollar eru ekki logfestir. Enn er það hættulegt gagnvart erlendum ríkjum, sem hætt er við, að svari í sömu mynt. Og við erum svo fjarri heimsmarkaðinum og markaður fyrir afurðir okkar er svo þröngur, að við höfum ekkert að flýja, ef verndartollar verða settir á afurðir okkar. Það eitt ætti því að vera næg ástæða fyrir okkur til að fara varlega. Ef till. hv. þm. Borgf. verður samþ., þá er hætt við því, að viðar verði settir verndartollar. Mundi það áreiðanlega koma okkur sjálfum í koll. Að endingu vil ég óska þess, að hæstv. forseti skipti atkvgr. um till. mína, þannig að „ávextir og grænmeti þurrkað, saltað og syltað“ verði borið upp sér. Ef a-liður verður samþ., þá má skoða, að samsvarandi upptalning í b-lið sé samþ. án atkvgr.

Ég gleymdi að minnast á reiðhjól. Mér þykir undarlegt að tolla þau með 20%. Þau eru þó nauðsynleg mönnum vegna atvinnu þeirra utan heimilis. Þau létta vegalengdir og fjarlægðir og gera mönnum hægar fyrir um að stunda atvinnu fjær heimili sínu.