23.02.1931
Neðri deild: 7. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í C-deild Alþingistíðinda. (801)

18. mál, samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Sigurður Eggerz:

mér getur ekki skilizt, að ég hafi misskilið neitt í ræðu hæstv. atvmrh. Kosningarnar geta engu máli skift í þessu efni. Hæstv. atvmrh. sagði, að ef ný stj. tæki við völdunum, þá ætti hún að taka ákvörðun í þessu máli. Auðvitað verður núv. stj. ekki spurð að því, hvað næsta stj. muni gera. En ef þetta frv. verður samþ., þá er búið að samþykkja mikinn útgjalda-auka. Þess vegna er eðlilegt að tala um fjárhaginn í sambandi við þetta mal. Og því vil ég spyrja hæstv. stj., hvort hún treysti sér til þess að leggja út í svo stórfellt fyrirtæki sem þetta er eins og nú standa sakir.