13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 411 í C-deild Alþingistíðinda. (831)

19. mál, nýr vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Hákon Kristófersson:

Ég þarf ekki að vera langorður, en finnst þó, að ég verði að gera lítilsháttar grein fyrir minni afstöðu til þessa máls, af því að ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara.

En um það get ég skírskotað til þess, sem hv. þm. N.-Ísf. segir, því að við erum sömu skoðunar og vil ég því gera hans orð að mínum.

Ég tek undir það, sem hv. síðasti ræðumaður sagði, að hjá vegamálastjóra er ekki um nein skoðanaskipti að ræða. Vegamálastjóri er járnbrautinni fylgjandi, en lítur svo á, að um hana sé ekki að ræða í náinni framtíð. Hvort hún er svo mikil lyftistöng fyrir þessi héruð fram yfir þær samgöngubætur, sem hægt er að fá með bílum, skal ég ekki um segja.

Að öðru leyti finn ég ekki ástæðu til þess að fjölyrða um málið.