30.03.1931
Neðri deild: 37. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í C-deild Alþingistíðinda. (885)

20. mál, búfjárrækt

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Frsm. landbn. mun hafa orðið að fara upp í Búnaðarbanka, og er því ekki í bili hægt að fá upplýsingar hjá honum um þetta. En hann hefir í höndum yfirlit, sem við sömdum í Bf. Ísl., yfir það, hve miklu þessi kostnaður skv. frv. nemi. Hygg ég, að hann hafi vikið að því í framsöguræðu sinni. Ég hefi ekki í höndum þetta plagg. En þess vil ég geta, að mjög mikið af þessum kostnaði er nú þegar greiddur, því mestur hluti þeirrar starfsemi, sem hann er bundinn við, er nú ræktur af Búnaðarfélagi Íslands. Er því ekki um neinn þann nýjan kostnaðarauka að ræða, sem ástæða sé til að láta sér vaxa í augum. Samkomulag er fengið um það við fjvn., að styrkur skv. þessu frv. verði borinn fram sem brtt. við í jarl. fyrir 1932. En vitanlega lækkar þá sú upphæð, sem veita þarf til Bf. Ísl.

Ég get ekki gefið upp þessa upphæð í krónutali, því plöggin eru hjá frsm. landbn. En þetta atriði má upplýsa nánar við 2. umr. fjárl.