18.02.1931
Neðri deild: 3. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í C-deild Alþingistíðinda. (915)

27. mál, kirkjur

Sigurður Eggerz:

Ég get vel fallizt á, að æskilegt væri, að stjórnarfrv. væru fyrr tilbúin og send út. En venjulega eru stjórnirnar seinar á sér um tilbúning þeirra. Það er sá djúpi sannleikur í málinu.

Ég er lítið kunnugur þeim tilkynningum, sem hv. þm. Vestm. talaði um að kæmu frá stjórninni. En ég hefi þó heyrt, að maður nokkur hafi ferðast um Dalina og boðað símalagningu á vissu svæði, heim á hvern bæ. Ef þetta er rétt, þá get ég verið hæstv. stjórn hjartanlega þakklátur fyrir það.