12.03.1931
Neðri deild: 22. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í C-deild Alþingistíðinda. (928)

27. mál, kirkjur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég vil útskýra nánar en áður það sem hv. 1. þm. Skagf. vék að, þar sem hann taldi, að ekki hefði verið fylgt neinni gildandi reglu um undirbúning þessara frv. fyrir þingið. Það er rétt, að frv. um byggingar á prestssetrum var breytt í fyrra, og álít ég, að þar hafi betur verið stillt í hóf af mér, en var í frv. Prestssetur þau, sem upp höfðu verið byggð, voru byggð á hann hátt, að húsin urðu bæði of stór og of dýr. Ég býst við, að þegar farið verður að athuga það frv. nánar af þinginu, þá fallist það á skoðun mína. En frv. þau, sem nú hafa verið lögð fram, eru öll óbreytt frá því sem kirkjumálanefnd gekk frá þeim. Mér þótti gleggra til athugunar fyrir þingið að leggja þau þannig fram. hér er ekki um nein flokksmal að ræða, og því engin ástæða fyrir stj. að setja sinn stimpil á þau. hér er ekki um mál neins sérstaks flokks að ræða, rétta er mál allra flokka. T. d. erum við hv. 1. þm. Skagf. talsvert sammála um þetta frv. Mín skoðun er sú, og ég held að hún sé rétt, að láta kirkjumálanefndina, sem er rödd kirkjunnar, tala til allra þingflokka. Hún hefir óskað að fá það sem í frv. stóð, en fær ekki annað en það, sem meiri hl. þingsins telur rétt. Það hefir verið nokkur ágreiningur milli hv. 1. þm. Skagf. og hv. 1. hm. Reykv. um það, á hve víðu sviði kirkjan sjálf eigi að hafa úrslitavald í þeim málum, er henni heyra til. frá sjónarmiði fríkirkjumanna er nú eðlilegt, að hún hafi slíkt vald. En á meðan kirkjan er þjóðkirkja og haldið uppi af ríkinu, þá er ekki nema eðlilegt, að þingið, í gegnum fulltrúa sína, stjórnina, vilji hafa nokkurt aðhaldsvald í ýmsum málum hennar. Við það verður kirkjan að sætta sig. Ég ætla þó ekkert að fara út í samband kirkju og ríkis að því leyti, hvort aðskilnaður þeirra væri heppilegur. En meðan núverandi ástand helzt, þá verður stjórnin í samráði við biskup að hafa úrskurðarvald á stjórnskipulegum málum kirkjunnar.