12.03.1931
Neðri deild: 22. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í C-deild Alþingistíðinda. (930)

27. mál, kirkjur

Héðinn Valdimarsson:

Mér finnst brunahætta á kirkjum sízt vera meiri en á öðrum húsum og mætti halda, að yfir þeim væri haldið verndarhendi ekki síður en öðrum byggingum. Ég sé því ekki, að ástæða sé til að vátryggja þær hærra en önnur hús í sveit, þótt hinsvegar sé nauðsynlegt að tryggja kirkjur sem önnur hús. Ef svo skyldi fara, að frv. um Brunabótafél. yrði ekki samþ., þá sé ég ekki ástæðu til, að annað gangi yfir kirkjur en önnur hús í sveitum. Ég sé því enga ástæðu til þess, að taka brtt. aftur. Vænti ég þess, að forstjóri Brunabótafél. Íslands geti verið með henni.