18.03.1931
Neðri deild: 27. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í C-deild Alþingistíðinda. (941)

27. mál, kirkjur

Pétur Ottesen:

Við 6 dm. eigum hér nokkrar brtt. við þetta frv. á þskj. 156. Vil ég þá fyrst út af því, sem hv. frsm. allshn. sagði um brtt. nefndarinnar við 2. lið 2. gr. frv., að þar komi fram vilji hv. dm. við 2. umr., geta þess, að svo er ekki, að minnsta kosti ekki hvað okkur snertir, flm. brtt. á þskj. 156. Ég tók það fram við 2. umr., að það væri mjög misráðið að veita öðrum aðila en þeim, sem kostnaðinn ber, rétt til að ákveða, hvenær kirkju skuli byggja eða endurreisa, en það er vitanlega söfnuðurinn, sem kostnaðinn ber, eða kirkjueigandi, þar sem um bændakirkju eða lenskirkju ræðir. Í okkar brtt. er það algerlega sett söfnuðunum á vald, hvenær endurbyggja skuli kirkju, og er þar ennfremur svo fyrir mælt, að kirkjumálaráðuneytið skuli láta sofnuðunum í te alla verkfræðilega þekkingu, er nauðsynleg þyki.

Í brtt. okkar við 3. gr. frv. er gert ráð fyrir því, að prófastur geti skotið máli sínu til biskups, ef honum finnst ekki farið í öllu eftir þeim áminningum og bendingum, sem hann hefir gefið um viðhald og útlit kirkju.

Í brtt. n. er gert ráð fyrir 2 aðilum, söfnuði og prófasti, er ákveða skuli, hvenær endurbyggja skuli kirkju. Eftir brtt. virðast þessir aðilar vera jafnréttháir. Hvor aðilinn á að skera úr, ef sitt sýnist hvorum? Það gæti orðið eilíf togstreita milli þessara aðilja án þess að nokkur árangur fengist. Mér virðist því sjálfsagt, að okkar brtt. á þskj. 156 verði samþykkt. Heldur ekki er hægt að benda á það, að söfnuðir hafi yfirleitt kirkjur í verra standi en fjárhagur þeirra leyfir á hverjum stað og tíma.

Í sambandi við þessa brtt. er brtt. við 5. gr. um það, að sú gr, falli niður, enda er hún algerlega óþörf samkvæmt brtt okkar. Ennfr. er í okkar brtt. söfnuðunum greidd leið til þess að leita til húsameistara viðvíkjandi kirkjubyggingu. Raunar er þessi gr. líka óþörf miðað við 3. lið 2. gr., þar sem hún tekur ekki annað fram en það, sem þar er. Þá er 4. brtt. okkar við 7. gr. frv., þar sem bannað er að halda fundi um almenn ágreiningsmál í kirkjum. Okkur virðist þetta vera bann við því, að hafa t. d. prestskosningu og safnaðarfundi í kirkju. En það er alkunna, að oft er mjög mikill hiti í mönnum við prestskosningar. Og sömuleiðis geta oft orðið deilur út af safnaðarmálum á safnaðarfundum. — Þetta hvorttveggja virðist útilokað samkv. frv. Við lítum svo á, að prestskosning og safnaðarfundir séu svo nákomin mál kirkjunni, að ekki beri að loka dyrum hennar fyrir heim. Till. hljóðar á þessa leið: „Við 7. gr. Við greinina bætist: önnur en þau, sem varða malefni kirkjunnar eða safnaðarins“.

5 brtt., sem er við 9. gr., er í samræmi við þær breytingar, sem gerðar voru á frv. við 2. umr. Greinatalan getur ekki staðizt eins og talað er um í 9. gr. Viljum við, að vitnað sé í I. kafla frv. í stað þess að vitna í ákveðna gr.

Í þetta frv. vantar ákvæði um það, eftir hverju skuli farið, þegar flytja þarf kirkju úr stað. Það eru, sem kunnugt er, oft allmikil deilumál. Standa þær deilur oft lengi og er ekki með lögum hægt að ákveða að kveða skuli slíkt niður. Við höfum í 6. brtt., sem er við 12. gr. frv., lagt til, að 3/4 safnaðarmanna skuli hafa samþykkt færsluna, áður en hún eigi sér stað. Þetta er mörgum tilfinningamál, og væri kannske rétt að krefjast þess, að að flutningum stæðu 4/5. Hinsvegar virðist okkur flm. rétt að setja eitthvert ákvæði um þetta atriði.

Þá liggja ekki fyrir fleiri brtt. frá okkur, en út af brtt. hv. 1. þm. S.-M. og hv. þm. V.-Ísf. vil ég geta þess, að ég býst við að fylgja þeim að málum. Þeir vilja bæta við bænahúsum, og finnst mér það rétt, ef um þau er að ræða. Ég get vel fallizt á brtt. þeirra við 21. gr. frv., því að ég get ekki séð annað en að sóknarnefnd geti vel innt af hendi þau störf, sem fyrir kunna að koma og kirkjunefnd var ætlað samkv. frv. Ennfremur get ég fallizt á brtt. þeirra um að fella niður 18., 19. og 20. gr.

Þá liggur hér fyrir brtt. frá hv. 1. þm. Reykv. Hann vill setja ákvæði um það, hvað kirkjur skuli vera stórar; er það í samræmi við þá gr., er felld var úr frv. við 2. umr.

Ég segi fyrir mig, að ég vil ekki hafa neitt slíkt ákvæði.

Her er og brtt. frá hv. 2. þm. Skagf. við 14. gr. Vill hann hafa svipuð ákvæði um bændakirkjur viðvíkjandi innheimtu tekna, og finnst mér það vera sanngirnisatriði. Þá á hann og brtt. við 17. gr. Er það rétt athugað hjá honum, að vel gæti svo farið, að hin hærri stjórnarvöld litu eigi af skilningi á málið, en söfnuður stendur nær og þekkir betur getu bóndans og mun því sýna meiri skilning á málinu.