01.08.1931
Neðri deild: 18. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í D-deild Alþingistíðinda. (1036)

91. mál, útvarp talskeyta

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég álít, að hér sé um mál að ræða, sem fullkomin ástæða er til að athuga. En ég tel rétt, að leitað sé álits landssímastjóra og útvarpsstjóra áður en deildin afgreiðir málið. Ég legg því til, að umr. sé frestað og málinu vísað til nefndar, og þá helzt til samgmn.