03.08.1931
Efri deild: 19. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 970 í B-deild Alþingistíðinda. (1060)

169. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Það er sama að segja um þetta frv. og það, sem hér var til umr. næst á undan (útibú Útvegsbankans á Ísafirði og Akureyri). Þetta frv. er flutt samkv. beiðni fjmrh. og er nægilega skýrt í þeirri grg., sent fylgir frv. Efni þess er að veita Landsbanka Íslands heimild þá, sem getur um í 64. gr. bankalaganna, um að lán þau, sem bankinn hefir tekið eftir 1927, þurfi ekki að teljast sem frádráttur, þegar gerð er upp eign bankans erlendis.

Ástæðan til þess, að bankinn óskar, að þessi heimild verði framlengd með l. um visst árabil, er sú, að smám saman hefir færzt yfir á bankann meiri og meiri kvöð til þess að sjá landsmönnum fyrir rekstrarfé. Frekari ástæður eru færðar í bréfi bankaráðsins, sem fylgir frv. sem fskj.

Öllum er kunnugt, að nú á þessum erfiðu tímum er ekki sízt þörf á að sjá landsmönnum fyrir rekstrarfé, og finnst mér því full ástæða til þess að verða við þessari beiðni bankans. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara um þetta fleiri orðum; enginn ágreiningur varð um það í n., og ég geri ekki ráð fyrir, að það verði heldur hér í hv. deild.