07.08.1931
Efri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

169. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Meiri hl. fjhn. hefir leyft sér að flytja hér brtt. við þetta frv. Þótt það sé nú svo, að meiri hl. n. flytji þessa till., þá er það ekki vegna þess, að minni hl. hafi tjáð sig andvígan henni, heldur vegna þess, að hv. 1. landsk. var ekki viðstaddur, þegar meiri hl. tók þessa ákvörðun. En hún er tekin eftir bendingu frá bankastj. Landsbankans. Brtt. fer fram á, að lögin öðlist gildi nú þegar. Vona ég svo, að menn sjái ekki ástæðu til þess að greiða atkv. gegn þessari brtt.