28.07.1931
Neðri deild: 14. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í B-deild Alþingistíðinda. (108)

1. mál, fjárlög 1932

Haraldur Guðmundsson:

Ég vildi benda á það, að samræmisins vegna færi bezt á því, að þessar till. yrðu felldar og síðan samþ. aðrar, sem ganga í sömu átt. Þætti mér fara bezt á því eftir annari afgreiðslu fjárl. að þessu sinni, sbr. það, að hér var áðan felld till. um 10 þús. kr. veitingu til Vaðlaheiðarvegar og síðan samþ. að veita 15 þús. kr. til sama vegar, og ennfremur það, að einnig var felld 10 þús. kr. fjárveiting til Þistilfjarðarvegar og síðan samþ. að veita sömu upphæð til sama vegar. Mun þessi beiting þingskapa einsdæmi í allri þingsögunni.

Brtt. 118,IX.1.a.3 felld með 15:5 atkv.